Jose Mourinho er orðaður við endurkomu til Tottenham í dag en hann er í dag stjóri Fenerbahce í Tyrklandi.
Mourinho var hjá Tottenham í tæplega tvö ár eða frá 2019 til 2021 áður en hann var rekinn og hélt til Roma.
Mourinho var rekinn frá Tottenham efdtir 1-0 tap gegn Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins og var það nokkuð umdeild ákvörðun.
Ange Postecoglou er í dag stjóri Tottenham en fáir búast við því að hann fái að stýra liðinu á næsta tímabili.
Ange er þó öruggur í bili eftir að Tottenham tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með sigri á Frankfurt í gær.