Declan Rice, leikmaður Arsenal, var búinn að sjá það fyrir að liðið myndi vinna á Santiago Bernabeu í vikunni.
Rice greinir sjálfur frá en hans menn unnu 2-1 sigur á Spáni á miðvikudag og eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri enska stórliðsins sem mætir Paris Saint-Germain í næstu umferð keppninnar.
,,Við vissum að við myndum þurfa að þjást í þessum leik en á sama tíma þá vissum við að við myndum vinna,“ sagði Rice.
,,Ég var búinn að sjá fyrir mér sigur og svo náðum við að sigra í raunveruleikanum. Þvílíkt kvöld fyrir félagið.“