Lionel Messi getur varla talað betur um Englendinginn David Beckham sem er eigandi Inter Miami í Bandaríkjunum.
Messi er að sjálfsögðu leikmaður Miami í dag en Beckham var sjálfur leikmaður á sínum tíma og vann ófáa titla á frábærum ferli.
Messi elskar að vinna með Beckham og hittast þeir af og til að sögn Argentínumannsins.
,,Sannleikurinn er hrífandi. David er stórkostleg manneskja,“ sagði Messi um ensku goðsögnina.
,,Hann kemur ekki oft á æfingasvæðið en þegar hann er í bænum þá mætir hann í nokkra daga.“
,,Við höfum alltaf verið í sambandi utan klúbbsins og höfum átt góðar stundir saman í Miami. Hann er einföld og mjög auðmjúk manneskja – hann er frábær manneskja.“