fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Eyjan
Sunnudaginn 20. apríl 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eðlilegt er að miða við norskt markaðsverð fyrir uppsjávarfiskstofna sem ekki fara á markað á Íslandi. Þetta er sami fiskur í báðum löndum og sömu kaupendur. Leiðrétting veiðigjaldanna er risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið hér á landi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 4

„Við erum bara að finna grunninn, hver raunverulega umframhagnaðurinn er, til þess að geta tryggt að þjóðin fái eðlilegan hluta af því. Um það snýst þetta í raun og veru,“ segir Hanna Katrín um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Svo má líka bara benda á það að það eru vinnslur sem eru ekki tengdar eignatengslum við útgerð, það eru vinnslur sem þurfa að kaupa allt sitt á markaði og borga miklu hærra verð heldur en þessar vinnslur sem eru í eigu útgerðarinnar.

„Það er alveg rétt og við fórum mismunandi leiðir með bolfiskinn og uppsjávarfiskinn af því að það eru þorskur og ýsa sem fara í nægilega miklu magni á markaðinn hér til þess að hægt sé að tala um markaðsverð. Svo er ekki með uppsjávarfiskinn þannig að við tókum þessar þrjár tegundir, makríl, kolmunna og loðnu …“

Nú hefur það verið gagnrýnt að það er notað þetta norska markaðsverð fyrir uppsjávarfiskinn.

„Já, þetta er náttúrlega í grunninn sami fiskur og það eru sömu kaupendur þannig að það er ekkert óeðlilegt við það. Það er hins vegar þannig að það geta verið gengissveiflur því að við erum ekki með sama gjaldmiðil – hugsaðu þér hvað þetta væri einfalt ef við værum með evruna hérna – en það er leiðrétt fyrir því, það er tekið tillit til þess. Það er verið að búa til körfu og tala um kaupmátt þannig að það er tekið tillit til þess. Það er tekið tillit til þess að fiskur er mismunandi verðmætur á mismunandi tíma og það er ekki endilega verið að veiða hann á sama tíma hérna á Íslandi og í Noregi og það er leiðrétt fyrir því. Það er verið að taka tillit til þessara atriða eins og hægt er.“

Hanna Katrín segir sérfræðinga á vegum ríkisstjórnarinnar hafa farið vel yfir þessi atriði og þeir staðfesti að þarna sé verið eins markaðsverði og hægt er á vöru sem fer ekki á markað hér. „Hvað varðar gagnrýni á að við séum að bera útgerðina hér saman við útgerð og vinnslu í Noregi þar sem allt sé ríkisstyrkt og niðurgreitt þá er það bara ekki rétt. Það er ekki svo að það sé verið í stórum stíl að niðurgreiða vinnslurnar í Noregi. Við höfum líka hér á landi, sannarlega hefur stjórnkerfið búið svo um hnútana með sínum aðgerðum að sjávarútvegurinn hefur vaxið og dafnað. Ég hefni bara sem dæmi framsalsheimildir og heimildir til að leigja aflaheimildir. Hvort tveggja hefur stuðlað að aukinni verðmætasköpun en haft sinn kostnað í för með sér, ekki síst fyrir hinar dreifðari byggðir. Þetta er allt annað umhverfi en í Noregi.“

Hún segir ástæðuna fyrir því að veiðigjöld eru ekki í Noregi vera þá að umframhagnaðurinn, auðlindarentan, hafi ekki myndast þar eins og hér hefur gerst. „Þar fylgjast yfirvöld mjög vel með því sem er að gerast hér og sjávarútvegurinn þar er ekki jafnstór í þjóðhagslegu samhengi, þeir hafa aðra þætti þannig að þeir geta meira leyft sér að leggja áherslu á að sjávarútvegurinn sé atvinnugrein sem m.a. eigi að stuðla að lífi í hinum dreifðari byggðum á meðan hér hefur verið lögð áhersla á að skapa verðmæti fyrir samfélagið og þessi leiðrétting sem við erum núna að vinna að er eitt risaskref í þá átt.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Hide picture