fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. apríl 2025 15:30

Væb unnu Söngvakeppnina en komast þeir áfram í Basel?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku Væb strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands eiga ekki mikla möguleika á að komast áfram upp úr undankeppni. Það er ef marka má veðbankana.

Tæpur mánuður er í Eurovision keppnina sem er að þessu sinni haldin í svissnesku borginni Basel. Hefst hún þriðjudaginn 13. maí og úrslitin eru laugardaginn 17. maí.

Af þeim 37 löndum sem taka þátt í keppninni er Ísland eins og stendur í 35. sæti hjá veðbönkum. Hefur lagið „Róa“ lítið hreyfst úr stað í þá tæpa tvo mánuði, eða frá því að Væb liðar unnu Söngvakeppnina og ljóst var að þeir myndu flytja framlag Íslands þetta árið.

Aðeins atriði Króatíu og Svartfjallalands eru talin ólíklegri til sigurs en íslenska atriðið. Sigurlíkurnar eru taldar vera innan við 1 prósent og talið ólíklegt að þessi lönd fari upp úr undankeppninni.

Svíþjóð er talið vera með sigurstranglegasta lagið að þessu sinni, „Bara bada bastu“ í flutningi KAJ. Sigurlíkur þess eru taldar 31 prósent. Önnur lönd sem eru ofarlega hjá veðbönkum eru Austurríki, Frakkland, Ísrael, Holland, Finnland og Belgía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“