Leit er hafin að þremur manneskjum út af ströndum Washington fylkis eftir að bátur fannst mannlaus.
„Við erum að leita á svæðinu með aðstoð frá staðbundnum viðbragðsaðilum,“ sagði í tilkynningu landhelgisgæslu norðvestur svæðisins í Bandaríkjunum. „Skip sem fara um svæðið eru beðin um að fylgjast vel með og tilkynna öll neyðarköll.“
Þrjár manneskjur fóru af stað á litlum fiskibáti sem breytt hafði verið í skemmtibát í Neah Bay í Washingtonfylki á miðvikudag. Áttu þær að koma heim klukkan 8 um kvöldið en skiluðu sér ekki.
Fannst báturinn um hádegið á fimmtudag, mannlaus, við Kotilah Point og engar vísbendingar um hvað hafi orðið um fólkið.
Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru landhelgisgæsla Kanada. En eins og flestir vita þá andar nú mjög köldu á milli Bandaríkjanna og Kanada eftir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta.