fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Pressan
Föstudaginn 18. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk ætlar ekki að mála allan heiminn, elsku mamma. Hann ætlar að barna hann. Auðkýfingurinn á minnst 14 börn en miðað við fréttir vikunnar eru þau líklega fleiri – við vitum bara ekki um þau.

Wall Street Journal birti á dögunum frétt sem hefur vakið mikla athygli. Þar kom fram að Elon Mosk reyndi eitt sinn að fá rafmyntaáhrifavaldinn Tiffany Fong til að eignast barn með honum. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað þegar hann sendi henni þessa óvenjulegu beiðni í einkaskilaboðum á samfélagsmiðli sínum, X, sem áður hét Twitter.

Fong er þekkt fyrir að fjalla um rafmyntir og vakti athygli þegar rafmyntasvikarinn Sam Bankman-Fried var í fréttum fyrir svikamyllu sína.

Musk byrjaði á þeim tíma að fylgja Fong á X og fór að læka og svara færslum hennar á miðlinum. Það var svo í nóvember sem Fong fékk einkaskilaboð frá ríkasta manni heims þar sem hann spurði hvort hún vildi eignast með honum barn.

Áhrifavaldurinn afþakkaði boðið. Hún sagði síðar við annan áhrifavald, Ashley St. Clair sem einnig á barn með Musk, að hana dreymdi um hefðbundna fjölskyldu, eða með öðrum orðum að hana langaði að eignast barn með maka en ekki með manni sem hún hefur aldrei hitt og ætlaði sér ekki að stofna til ástarsambands við hana.

Fong óttaðist þó að það myndi hafa neikvæð áhrif á feril hennar að segja nei. Sá ótti reyndist á rökum byggður. Hún þénaði peninga í gegnum X en eftir að hún hafnaði Musk drógust tekjur hennar saman. Musk hætti að fylgja henni og skammaði hana síðar fyrir að segja öðrum frá skilaboðunum hans.

Ashley St. Clair ræddi við Wall Street Journal og lýsti því að hún sé nú flækt í kvennabúrs-drauma ríkasta manns heims. Musk hafi boðið henni tæpa 2 milljarða eingreiðslu fyrir að eignast með honum barn og auk þess lofaði hann að borga 13 milljónir á mánuði í meðlag þar til barnið yrði 21 árs. Til að fá þennan pening þurfi St. Clair að lofa að halda kjafti um samkomulagið. Hún hafnaði þessum samningi og tilkynnti opinberlega að Musk væri barnsfaðir hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?