Carlo Ancelotti er að yfirgefa Real Madrid en hann verður að öllum líkindum ekki stjóri liðsins á næsta tímabili.
Ítalinn mun líklega klára tímabilið í Madríd en hans menn eru úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt 5-1 tap gegn Arsenal.
Einhverjir miðlar greina þó frá því að Ancelotti fái ekki að klára tímabilið og að hann kveðji eftir úrslitaleik Konungsbikarsins.
Nýjustu fregnir herma að Al-Nassr í Sádi Arabíu sé að horfa til Ancelotti en þar spilar Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður Real.
Ancelotti hefur einnig verið orðaður við brasilíska landsliðið og er ljóst að möguleikarnir verða nokkrir í sumar.