Stuðningsmenn Chelsea eru farnir að hafa miklar áhyggjur af miðjumanninum Cole Palmer sem leikur með félaginu.
Palmer byrjaði veturinn frábærlega með liðinu og raðaði inn mörkum og var einnig duglegur að leggja upp.
Undanfarið hefur Palmer verið nokkuð ólíkur sjálfum sér og náði í raun nýjum hæðum í gær í leik gegn Legia í Sambandsdeildinni.
Palmer fær 4-5 í einkunn hjá flestum enskum miðlum fyrir frammistöðu sína í þeim leik sem tapaðist 2-1 á heimavelli.
Palmer spilaði 57 mínútur og var nánast ósýnilegur í leiknum og hefur ekki skorað í 15 leikjum í röð – hann hefur þó lagt upp tvö mörk.
Englendingurinn er með 14 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni og hefur einnig lagt upp átta.