Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo var án efa einn sá besti á sínum tíma. Það stoppaði hann þó ekki frá því að eiga ansi skrautlegt líf utan vallar.
Breska götublaðið Daily Star rifjar á vef sínum upp feril Ronaldo utan vallar. Þar er meðal annars tekið fyrir þegar kappnn var í endurhæfingu í Brasilíu vegna þrátlátra meiðsla árið 2008, en þá var hann á mála hjá AC Milan.
Ronaldo talaði mikið um að losa um streitu með kynlífi og ætlaði hann sér líklega að gera það þegar hann sótti þrjár vændiskonur og fór með á mótelherbergi sitt. Þess má geta að Ronaldo var trúlofaður á þessum tíma.
Þetta voru þó engar vændiskonur. Þetta voru karlmenn sem ætluðu sér að fjárkúga Ronaldo.
Þetta var ekki lengi að rata í brasilíska miðla. Það var opinberað að Ronaldo hafi boðið mönnunum því sem nemur um 50 þúsund krónur á mann. Einn mannana hélt því fram að Ronaldo hafi hótað því að lemja sig.
Lögregla sagði hins vegar frá því að þessi sami maður hafi reynt að kúga um 2,5 milljónir króna út úr Ronaldo.
Leikmaðurinn neitaði ekki fyrir að þetta hafi átt sér stað og að hann hafi ætlað að kaupa sér þjónustu vændiskvenna. Það væri ekki ólöglegt heldur.
Unnusta hans, Maria, hafði hins vegar engan húmor fyrir þessu og hætti með kappanum.