Það eru ekki allir sem vita hver markvörðurinn Chris Brady er en hann leikur með Chicago Fire í Bandaríkjunum.
Brady bauð upp á ansi óvenjulega hegðun í vikunni fyrir leik sinna manna gegn Inter Miami í MLS-deildinni.
Brady gaf ungum aðdáendum sínum eiginhandaráritanir áður en hann sá treyju Barcelona sem hann vildi ekki krota á.
,,Þetta er ekki okkar treyja,“ sagði Brady og neitaði að árita treyjuna eitthvað sem vakti þónokkra athygli.
Lionel Messi er markahæsti leikmaður í sögu Barcelona en hann er á mála hjá einmitt Inter Miami í dag.
Myndband af þessu má sjá hér.
View this post on Instagram