Virgil van Dijk er búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool en hann gildir til ársins 2027.
Van Dijk krotaði undir í gær en hann var orðaður við brottför fyrr í vetur og átti samningurinn að renna út í sumar.
Hollendingurinn verður 34 ára gamall í sumar en hann fær launahækkun með þessum samningi og fær 400 þúsund pund á viku samkvæmt Athletic.
Van Dijk var á rúmlega 300 þúsund pundum á viku og var launahæsti varnarmaður Evrópu og er það því enn þann dag í dag.
Mohamed Salah er einnig nýbúinn að skrifa undir framlengingu og fékk hann líka launahækkun hjá enska stórliðinu.