fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Eyjan
Föstudaginn 18. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru enn blikur á lofti með komur ferðamanna frá Bandaríkjunum en merki eru um að breskum ferðamönnum hér á landi fækki. Það er þó ekki einhlítt. Okkur Íslendingum hættir til að fara öðru hvoru í mikið átak við landkynningu en gerum lítið þess á milli. Þær þjóðir sem við erum í samkeppni við falla ekki í þessa gryfju. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 2

„Þetta er að gerjast alveg svakalega hratt og það má kannski segja að þessi fyrstu skref í tollastríði Bandaríkjaforseta gagnvart heimsbyggðinni hafi sýnt að í aðstæðunum geta verið bæði áskoranir, vissulega, en líka tækifæri þannig að stóra málið er bara að fylgjast vel með og það eru náttúrlega stofnanir, ekki bara míns ráðuneytis heldur annarra hér heima, sem eru í stanslausri upplýsingasöfnun og greiningarvinnu. Það skiptir mjög miklu máli að vera á tánum,“ segir Hanna Katrín.

Maður sér það t.d. núna en þegar svona óvissa er, sveiflur á alþjóðamörkuðum eins og Bandaríkjaforseti virðist hafa sett í gang með sínum æfingum, þá hafa fjárfestar alltaf flúið í Bandaríkjadollar, bandarísk ríkisskuldabréf. Það virðist ekki vera að gerast núna. Ávöxtunarkrafan á bandarísk ríkisskuldabréf er að hækka. Ef þetta gengur lengra getur það í raun og veru sett heimsmyndina okkar dálítið hvolf; ef Bandaríkjadollar er ekki lengur þessi grunnur allra gjaldmiðla.

„Já. Ég held að langtímaafleiðing af þessum óróleika geti orðið önnur en bæði við sjáum núna og þeir sem settu þetta allt af stað sáu fyrir sér. Það er nákvæmlega málið. Hvað varðar ferðaþjónustuna sem dæmi þá er þetta alveg gríðarlega mikilvægur markaður. Þeir eru bæði fjölmennir í hópi ferðamanna hér og þeir eyða miklum tíma og miklum peningum. En það eru enn sem komið er ekki blikur á lofti hvað það varðar, það er enn þá mikil ferðageta og ferðavilji hjá Bandaríkjamönnum. Það er líka þannig að þó að ferðamenn á Íslandi séu mjög margir miðað við stærð okkar þjóðar þá er þetta náttúrlega lítill dropi í eitthvert haf ferðaþjónustu þannig að það er svolítið erfitt að meta.“

Hanna Katrín segir einhver merki vera um að Bretum sem koma hingað til lands sé að fækka. Þar stangist raunar tölur á. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að skoða núna og átta okkur á. Inn í þessa mynd spilar: Hvar er okkar markaðsátaki best varið? Ég hef verið að segja: Við þurfum að koma okkur upp úr því að fara sífellt í eitthvað mikið átak þegar kemur að því að kynna landið okkar. Hafa þetta frekar viðvarandi og því til stuðnings er hægt að benda á að þegar stjórnvöld settu mikinn pening í markaðsmál fyrir ferðaþjónustuna í kringum Covid þá var síðan algerlega bakkað með það, farið mjög langt niður eftir það – eins og menn hafi haldið að þetta væri bara komið. Það gerðu okkar samkeppnisþjóðir ekki, Noregur, Finnland, sem eiginlega frekar fylgdu fast í fótspor okkar með hvernig við nálguðumst þessi kynningarmál og héldu svo áfram.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Mikilvægt að hlusta – ekki bara tala

Guðmundur Ingi Kristinsson: Mikilvægt að hlusta – ekki bara tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
Hide picture