Það eru fáir ef einhverjir fyrrum fótboltamenn sem eru jafn umdeildir og Joey Barton sem lék með Manchester City og Newcastle á sínum tíma.
Barton spilaði fyrir fleiri lið og lék einn landsleik fyrir England árið 2007 en hann lagði skóna á hilluna 2017.
Eftir ferilinn hefur Barton verið duglegur á samskiptamiðlum og einnig komist í fréttirnar fyrir heimilisofbeldi.
Hann tjáði sig um goðsögnina Paul Scholes í gær en hann fylgdist með leik Manchester United og Lyon í Evrópudeildinni.
Barton vill meina að Scholes sé að nýta sér lyfið Ozempic til að grennast og birti mjög umdeilda færslu á Twitter eða X síðu sína.
,,VARÚÐ OZEMPIC! Þetta lítur illa út,“ skrifaði Barton á meðal annars og birti stutt myndbrot þar sem Scholes sést í beinni útsendingu fyrir leikinn.
OZEMPIC ALERT‼️
Paul Scholes has been leathering those slimming jabs. 💉💉💉💉
Doesn’t look well. 🤮 https://t.co/DreL9BxTFE
— Joey Barton (@Joey7Barton) April 17, 2025