Það var heldur betur boðið upp á óvænt úrslit í Mjólkurbikar karla í dag en fimm viðureignir fóru fram.
Víkingur Reykjavík er úr leik eftir mjög slæmt tap en liðið heimsótti ÍBV og fékk 3-0 skell í Eyjum.
Afturelding vann Hött/Hugin 5-0 mjög örugglega og þá skoraði Víkingur Ólafsvík sjö mörk gegn Úlfunum í 7-1 sigri.
Kári kom öllum á óvart og sló út Lengjudeildarlið Fylkis þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft.
Þrír Fylkismenn fengu að líta rautt spjald og þar á meðal Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Bragi Sveinsson.