Brasilíumaðurinn Neymar er enn og aftur meiddur en hann fór af velli í leik gegn Atletico Mineiro í gær.
Neymar er 33 ára gamall en hann kom nýlega til Santos eftir dvöl hjá Al-Hilal í Sádi Arabíu.
Sú dvöl var svo sannarlega ekki góð en vegna meiðsla spilaði Brassinn aðeins þrjá deildarleiki á tveimur árum.
Neymar hefur hingað til skorað þrjú mörk í átta leikjum fyrir uppeldisfélag sitt Santos í Brasilíu og virtist vera í ágætis standi.
Neymar fór af velli eftir aðeins 34 mínútur í 2-0 sigri gegn Mineiro en hversu alvarleg meiðslin eru er ekki víst að svo stöddu.
Neymar gerir sér vonir um að spila á HM 2026 og vonandi fyrir hann eru meiðslin smávægileg.
Útlit er þó fyrir að meiðslin séu nokkuð alvarleg en stórstjarnan fór grátandi af velli.