Carlo Ancelotti vonar það að Arsenal vinni Meistaradeildina á þessu tímabili eftir sigur á Real Madrid í vikunni.
Þetta segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal, en hann sá sína menn vinna 2-1 útisigur í 8-liða úrslitum á miðvikudag.
Arteta og hans menn unnu 3-0 sigur í fyrri leiknum og fara áfram samanlagt 5-1 sem er enginn smá árangur gegn liði eins og Real.
Ancelotti gerði marga stuðningsmenn Chelsea reiða með þessum ummælum en hann er fyrrum stjóri grannana í London.
,,Carlo Ancelotti sagði við mig að hann væri að vonast eftir því að Arsenal myndi vinna Meistaradeildina!“ sagði Arteta eftir sigurinn.
Þessi ummæli fara illa í marga stuðningsmenn Chelsea en Ancelotti gerði flotta hluti með liðið á sínum tíma.