Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, á í erfiðleikum með svefn eftir að hafa spilað mikilvæga leiki en hann greinir sjálfur frá.
Kane hefur verið töluvert gagnrýndur eftir komu til Bayern jafnvel þó hann sé að skora mörk – hann á það þó til að vera ‘ósýnilegur’ í mikilvægum leikjum að sögn margra.
,,Ég sef ekki vel eftir leiki og það er jafnvel erfiðara þegar ég klikka á færum,“sagði Kane.
,,Ég sagði eftir leikinn að ég hefði meiri áhyggjur af því að fá ekki færin til að skora, ef ég klikka þá er ég samt á réttum stað.“
,,Ég býst alltaf við því að nýta góð tækifæri en það gerist ekki alltaf og þannig er fótboltinn.“