Það vekur athygli að enginn leikmaður í Þýskalandi sem spilar ekki með Bayern Munchen kemst á topp 13 lista yfir launahæstu leikmenn Bundesligunnar.
Það er í raun mögnuð staðreynd en allir leikmennirnir á topp 13 listanum yfir þá launahæstu eru á mála hjá Bayern.
Harry Kane er launahæsti leikmaður deildarinnar og fær 400 þúsund pund á viku en þar á eftir fylgja Manuel Neuer og Joshia Kimmich sem eru með rúmlega 300 þúsund pund.
Jamal Musiala og Serge Gnabry fylla út topp fimm listann en aðrir leikmenn Bayern fylgja í kjölfarið.
Enginn leikmaður Borussia Dortmund sem dæmi á roð í stjörnur Bayern en Niklas Sule er sá launahæsti þar og fær 160 þúsund pund á viku.