Það er markalaust á Bernabeu þar sem Real Madrid og Arsenal eigast við í Meistaradeildinni, þeir ensku unnu fyrri leikinn 3-0.
Staðan þeirra er því afar vænleg fyrir seinni 45 mínúturnar í kvöld.
Bukayo Saka hefði getað klárað einvígið í fyrri hálfleik þegar Arsenal fékk víti, hann ákvað hins vegar að vippa á markið og lét verja frá sér.
Dani Carvajal bakvörður Real Madrid sem er meiddur ákvað að bögga Saka í hálfleik og var allt á suðupunkti.
Þetta má sjá hér að neðan.
Carvajal aggravating Saka at halftime 😭😭😭😭pic.twitter.com/cTgyY6VMCx
— fan account (@Asensii20) April 16, 2025