fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Eyjan
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embættismennirnir í menntamálaráðuneytinu og stofnunum þess hafa tekið nýjum ráðherra mjög vel og leggjast á árar með honum og ríkisstjórninni við að koma málum áleiðis. Dæmi um gott starf sem er að valda straumhvörfum er uppbygging á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Guðmundur Ingi - 6
play-sharp-fill

Eyjan - Guðmundur Ingi - 6

Þér er vel tekið inni í ráðuneytinu og þú finnur fyrir góðum liðsanda þar?

„Algerlega. Þarna vinnur fólk mjög vel og vill fá tól og tæki til að stunda sína vinnu,“ segir Guðmundur Ingi. Hann bendir á að hvert í sínu horni fáum við litlu áorkað en í sameiningu getum við lyft Grettistaki. Hann segir fólkið í mennta- og barnamálaráðuneytinu vinna frábært starf.

Það finnst mér gott að heyra. Oft hafa menn áhyggjur af því að kerfið fari sínu fram, stjórnmálamenn komi og fari en kerfið sé kyrrt og embættismennirnir stjórni ferðinni. Þú finnur að það er vel tekið í þau mál sem pólitíkin, sem ríkisstjórnin leggur áherslu á, það er tekið vel í þau mál og lagst á árar með ríkisstjórninni í þínu ráðuneyti.

„Algerlega. Það er bara beðið um að ég berjist með og ég ætla að berjast með. Það eru allir tilbúnir að koma hlutunum áleiðis í mínu ráðuneyti og ég er ofboðslega bjartsýnn. Eins og ég nefndi, bara að skoða Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þar er verið að vinna, það er verið að kortleggja, það er verið að búa til nýtt kerfi. Það er verið að vinna í frábærum málum. Við einbeitum okkur að því að klára þessi mál,“ segir Guðmundur Ingi.

Þú ert að taka þar gott dæmi þar sem orðið var ákveðið skipbrot með það starf sem var í Menntamálastofnun. Þessi nýja stofnun, þessi nýja nálgun, þetta er ný opnun …

„Já, allt önnur nálgun, allt önnur hugsun. Það er virkilega verið að finna leiðir til að fylgja barninu eftir. Áður gat það verið þannig að það gátu verið þrír eða fjórir kennarar en enginn að tala saman. Enginn vissi hvað aðrir voru að gera. Þarna ertu kominn með kerfi, þegar það er fullbúið, þar sem þú getur fylgst með börnunum, allir geta farið á sama stað, þú þarft ekki að hitta á viðkomandi persónu eða leita að upplýsingum um viðkomandi barn.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Hide picture