Samkvæmt fréttum frá Englandi hafa Liverpool, Manchester United og Tottenham öll áhuga á Antoine Semenyo, leikmanni Bournemouth, fyrir sumarið.
Framherjinn er að eiga flott tímabil, hefur skorað tíu mörk og lagt upp sex í öllum keppnum fyrir skemmtilegt lið Bournemouth á leiktíðinni.
Það hefur vakið áhuga stærri félaga, sem munu reyna að fá hann í sumar samkvæmt nýjustu fréttum.
Hinn 25 ára gamli Semenyo er þó samningsbundinn Bournemouth til 2029 og ljóst að hann fer ekki ódýrt. Mun félagið ekki hlusta á tilboð undir 70 milljónum punda.