fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Fókus
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fullt úr úr dyrum í versluninni Epal fyrr í mánuðinum þegar félagarnir Guðjón og Kári, sem mynda tvíeykið Skripo, opnuðu líflega og bjarta málverkasýningu.

Guðjón Viðarsson og Kári Þór Arnarsson, báðir fæddir 1997, hafa verið vinir frá því að þeir voru í leikskóla í Garðabæ. Vinasamband þeirra hefur alla tíð einkennst af sköpun, allt frá fyrstu sameiginlegu teikningunum og að þeim málverkum sem þeir mála saman í dag.

Frá því sumarið 2023 hafa Guðjón og Kári málað myndir saman undir nafninu Skripo. Þeir vinna jafnan á tvo striga í einu, skiptast á að teikna og mála fígúrur, oft án þess að vita hvert verkið leiðir. Í sumum tilfellum teiknar annar aðeins augu eða nef áður en þeir skipta um striga og halda áfram á grunni hins. Þannig verður hver mynd samspil leikgleði, sköpunar og húmors án fyrirfram ákveðinnar niðurstöðu.

Opnun fyrstu sýningar Skripo fór fram föstudaginn 4. apríl í Epal á Laugarvegi 7. Líf og fjör var á opnuninni þar sem, hátt í 200 manns mættu og gæddu sér á léttum veitingum á meðan þeir skoðuðu fjölbreytt verk Guðjón sog Kára. Á meðal gesta var smíðakennari þeirra úr grunnskóla, Sædís Arndal sem mætti óvænt með listaverk sem þeir höfðu gert í smíðatímum hjá henni og má segja að marki upphaf Skripo. Á opnunina mætti einnig rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Óskar Guðmundsson sem hjálpaði þeim félögum að taka sín fyrstu skref.

Fjöldi fólks hefur mætt á sýninguna frá því hún opnaði en ásamt ásamt málverkum sem eru til sölu í Epal eru tölusett eftirprent af frumverkum og plaköt í boði. Í gegn um Instagram síðu þeirra skripo_art og heimasíðuna skripo.com hafa þeir félagar einnig tekið við sérpöntunum þar sem fólki gefst tækifæri til að panta verk í ákveðnu þema, litum, stærð o.s.frv. Þá fer það í aukanna að fólk hefur samband við þá félaga og pantar hitting með þeim í sýningarsalnum.

Sýningin stendur til 30. apríl og er opinn öllum á opnunartíma verslunarinnar Epal – Laugavegi 7.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“