fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Eyjan
Laugardaginn 19. apríl 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er alinn upp í einkunnasamfélagi þar sem börnum var raðað í bekki í samræmi við námsárangur. Að loknu fullnaðarprófi tók við gagnfræðaskóli sem lauk með sameiginlegu landsprófi. Þeir sem náðu tilskildu lágmarki fóru í framhaldsskóla. Menntaskólar voru einkunnamiðaðir þar sem menn sátu miskunnarlaust eftir ef þeir náðu ekki prófum. Fjögurra ára námi lauk með stúdentsprófi þar sem mikill fjöldi verðlauna var veittur fyrir góðan námsárangur. Háskólinn var sama merkinu brenndur. Einkunnir réðu því hverjir komust endanlega í mark og hverjir ekki. Engum kom til hugar að efast um þetta kerfi og krefjast þess að mælistikur á færni og námsgetu nemenda yrðu lagðar niður. Í kommúnistalöndum Austur Evrópu var reyndar fylgt öðrum viðmiðum þar sem pólitískar skoðanir foreldra og fleira vóg þungt á einkunnaspjaldinu.

Það er mikið fagnaðarefni að þessi tími er liðinn. Menntamálaráðherra vill meta nemendur út frá öðrum forsendum en námsgetu og einkunnum. Tími afburðanemenda og kúrista er góðu heilli liðinn.

Ég hitti þá Egil afa minn Skallagrímsson og Gretti Ásmundarson á dögunum í Ikea þar sem þeir voru að kaupa svefnsófa. Þeir voru kampakátir og sögðust stefna á stúdentinn. Egill sagði glaðlega: „Stúdentsprófið verður lítið mál fyrir mig. Ég fæ aukastig fyrir dráp og ofbeldi og áhuga á knattleik og kraftlyftingum. Auk þess tilheyri ég viðkvæmum minnihlutahópi í útrýmingarhættu sem eru hvítir karlmenn gefnir fyrir ljóðlist. Ég fæ aukastig fyrir kveðskap svo að ég verð komin með stúdentshúfu á augabragði án þess að kunna algebru.“ Grettir sagði að hann fengi fjölmarga aukaáfanga metna af því að hann væri með ADHD og mótþróaþrjóskuröskun. „Svo fæ ég prik fyrir að kunna að synda og glíma við drauga.“ Egill sagði að námið sjálft og metnaður skipti litlu máli varðandi lokaeinkunn. „Þetta er skólaumhverfi sem hentar okkur báðum enda erum við illa læsir,“ sögðu þeir. „Léleg tungumálakunnátta verður okkur ekki fjötur um fót frekar en ráðherranum sjálfum. Okkur verða allar leiðir færar í háskólum heimsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fru Tomas

Óttar Guðmundsson skrifar: Fru Tomas
EyjanFastir pennar
19.03.2025

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?
EyjanFastir pennar
19.03.2025

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð