Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþrótavikunni á 433.is.
Það höfðu fáir mikla trú á bikarmeisturum KA fyrir tímabilið í Bestu deild karla. Liðið hefur misst öfluga pósta, þar á meðal Daníel Hafsteinsson og Svein Margeir Hauksson, í vetur.
KA er með 1 stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar. Liðið gerði jafntefli við KR í fyrstu umferð en tapaði stórt gegn Víkingi í annarri umferð.
Bjarni sagði frá því þegar hann hitti Viðar Örn Kjartansson, leikmann KA, á dögunum. Sem betur fer virðast þeir hafa meiri trú á sér en margir spekingar og knattspyrnuáhugamenn.
„Ég hitti Viðar Örn á Greifanum um síðustu helgi og hann skildi ekki alveg af hverju umræðan í kringum liðið væri svona. En það er bara ekki búið að fylla í skörð þeirra sem hafa dottið út,“ sagði Bjarni, áður en Hrafnkell tók til máls.
„Þeir eru að fara í Evrópukeppni og maður skilur þetta ekki. Það vantar mjólk en það er keypt sokkapar,“ sagði hann léttur, en KA sótti Marcel Römer, reynslimiklan miðjumann frá Lyngby, á dögunum.
Nánar í spilaranum.