fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 16:37

Haukur Ægir Hauksson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Hauki Ægi Haukssyni, en hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna atviks fyrir utan heimili hans í mars árið 2023.

Haukur Ægir átti þar í átökum við sýrlenskan skutlara sem hafði áreitt kynferðislega dóttur kærustu Hauks, en skutlarinn ók stúlkunni að heimili Hauks. Haukur var með manninn í hálstaki er lögregla kom á vettvang en hann sagðist hafa brugðist við í sjálfsvörn við árás mannsins auk þess sem hann var að reyna að tryggja að lögreglan gæti handtekið manninn.

Sýrlendingurinn missti meðvitund í hálstakinu og var fluttur á bráðadeild.

Sjá einnig: Réttarhöld hafin yfir Hauki sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps – „Flestir feður hefðu brugðist eins við og ég þetta kvöld“

„Ég er enginn engill en ég vil bara taka út refsingu fyrir það sem ég hef raunverulega gert af mér, ekki fyrir upplognar sakir og vitleysu,“ sagði Haukur í viðtali við DV um málið fyrr á árinu en hann telur ákæru gegn sér um tilraun til manndráps vera fráleita.

„Þetta er sturlun“

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur um fjögurleytið í dag. Var Haukur sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps en sakfelldur fyrir líkamsárás og hlýtur hann eins árs fangelsi.

Hann þarf auk þess að greiða sýrlenska skutlaranum og kynferðisbrotamanninum 500 þúsund krónur í miskabætur.

Í niðurstöðu dómsins er sagt að Haukur hafi borið fyrir sig neyðarvörn. Segir að þó að fallist sé á að brotaþolinn hafi barið hann með trépriki eftir að átök hófust að frumkvæði Hauks og kærustu hans þá hafi Haukur ekki sýnt fram á að hann hafi þurft að grípa til svo hættulegrar aðferðar við að halda brotaþola eins og raun ber vitni. Einnig segir að parið hafi átt þann kost að hringja í lögreglu í stað þess að standa í átökum við brotaþola.

Einnig er hafnað sjónarmiðum Hauks um borgaralega handtöku sem hann hafi framkvæmt á grunni þess að brotaþolinn var áður búinn að játa fyrir þeim kynferðisbrot gegn dóttur kærustu Hauks, því þau hafi haft mjög óljósar upplýsingar um brotið. Ekki sé hægt að réttlæta kyrkingartak með vísan til borgaralegrar handtöku.

Hins vegar er talið að Haukur hafi ekki haft ásetning um afleiðingar árásarinnar, þær að brotaþolinn missti meðvitund. Leiðir það til þess að hann er ekki sakfelldur fyrir tilraun til manndráps.

Í stuttu spjalli við DV segir Haukur að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. „Þetta er sturlun,“ segir hann og er afar ósáttur við niðurstöðuna. „Ég er virkilega ósáttur, ég átti aldrei að fá dóm fyrir neitt sem ég gerði þetta kvöld.“

Haukur bendir blaðamanni jafnframt á að Sýrlendingurinn hafi verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stúlkunni og til að greiða henni 500 þúsund í miskabætur. Haukur hafi hins vegar verið að verjast Sýrlendingnum eftir að hann hafði slegið Hauk í höfuðið með priki og hann hafi verið að halda honum fyrir lögregluna. Það ætti að liggja fyrir að hann sé ekki glæpamaðurinn í þessu máli.

„Þetta er svo galið. Þeir líta til sakaferils míns þegar þeir dæma mig en þegar hann var dæmdur þá var ekki tekið tillit til þess að hann var á skilorði fyrir að hafa barið konu og börn,“ segir hann ennfremur og vísar til dómsins yfir sýrlenska skutlaranum sem í þessu máli var í hlutverki brotaþola.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð