Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir stórfellt fíkniefnabrot en þeir fluttu til landsins 956 töflur með virka efninu Bromazolam. Mennirnir fluttu efnin hingað til lands með flugi frá Varsjá í Póllandi þann 11. febrúar árið 2024. Töflurnar voru í boxum merktum Xanax.
Lögregla hefur varað mjög við eninu Bromazolam en það er búið til á svörtum markaði og þykir stórhættulegt, sérstaklega ef lyf sem innihalda efnin eru tekin inn samhliða neyslu áfengis eða inntöku á öðrum lyfjum.
Málið gegn mönnunum tveimur verður þingfest við Hérasdóm Reykjaness þann 23. apríl næstkomandi.