Ofurparið, Bastian Schweinsteiger og Ana Ivanovic hafa sótt um skilnað eftir níu ára hjónaband.
Schweinsteiger er fyrrum Heimsmeistari í fótbolta en Ivanovic er fyrrum besta tenniskona í heimi.
Sagt er að parið hafi ákveðið að skilja fyrir tveimur mánuðum og segir Bild í Þýskalandi að þau búi í sitthvoru lagi.
Schweinsteiger er búsettur í Munchen þar sem hann átti farsælan feril sem leikmaður.
Ivanovic er hins vegar búsett í Belgrad í Serbíu þar sem hún ólst upp, eiga þau þrjú börn saman.