Atletico Madrid hefur áhuga á því að fá Thomas Partey miðjumann Arsenal aftur til félagsins.
Partey er 31 árs gamall landsliðsmaður frá Ghana og hefur átt góð ár hjá Arsenal.
Partey kom til Arsenal frá Atletico sumarið 2020 og hefur reglulega verið orðaður við brottför frá London.
Nú er Arsenal sagt tilbúið að skoða það að losa sig við Partey til að fá inn annan mann í staðinn.
Atletico telur að Partey eigi nóg eftir og skoðar því endurkomu hans.