Spænski miðillinn Relevo kveðst hafa byrjunarlið Real Madrid gegn Arsenal í kvöld undir höndum og gerir Carlo Ancelotti tvær breytingar.
Liðin mætast í seinni leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Arsenal leiðir 3-0 eftir leikinn í London og því mikið verk að vinna fyrir Real Madrid.
Relevo heldur því fram að fyrrum Arsenal maðurinn Dani Ceballos komi inn í liðið í kvöld fyrir Luka Modric. Aurelien Tchouameni komi þá inn fyrir Eduardo Camavinga, sem tekur út leikbann.
Tchouameni verður í hjarta varnarinnar með Antonio Rudiger og Raul Asencio sér við hlið.
Svona verður liðið samkvæmt Relevo: Courtois, Asencio, Tchouameni, Rudiger, Alaba, Valverde, Ceballos, Bellingham, Rodrygo, Mbappe, Vini.