Joshua Zirkzee verður frá til loka tímabils vegna meiðsla aftan á læri.
Zirkzee hefur verið að taka við sér í búningi United en fór meiddur af velli í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina.
Nú hefur verið staðfest að Zirkzee nær ekki að taka frekar þátt á þessari leiktíð.
United mætir Lyon annað kvöld í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og óhætt að segja að United horfi til þess að bjarga skelfilegu tímabili með því að vinna Evrópudeildina.