Ronaldo er orðinn fertugur og hefur verið hjá Al-Nassr í tvö og hálft ár og þénar þar ansi vel. Ruddi hann brautina fyrir fjölda stjarna sem hafa farið til Sádí í kjölfarið.
Samningur Portúgalans er að renna út eftir tímabilið en er hann nú að skrifa undir eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Ronaldo verður því hjá Al-Nassr að HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári, hið minnsta. Þar ætlar kappinn sér að vera.