fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Eyjan
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn í Hafnarfirði lýsir þungum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar út frá ársreikningi 2024. Þrátt fyrir fullyrðingar um „trausta fjárhagsstöðu“ blasi annað við. Flokkurinn krefst gagnsæis í úthlutun fjármuna og mun á næstu vikum senda formlega upplýsingabeiðni til bæjaryfirvalda til að freista þess að fá nánari sundurliðun á ársreikningi til að hægt sé að fá skýrari yfirsýn um nýtingu útsvarsgreiðslna Hafnfirðinga. Þetta kemur fram í Facebook-færslu flokksins.

„Þrátt fyrir fögur orð um „trausta fjárhagsstöðu“ blasir við allt önnur mynd, það er rekstur sem stendur og fellur með hámarksálögum á heimili bæjarins, og það án þess að íbúar fái að sjá hvernig þeirra útsvarsgreiðslur eru nýttar.“

Miðflokkurinn bendir á að útsvarsgreiðslur íbúa standi undir megninu af starfsemi bæjarins. Þennan skattpening þurfi að nýta af ábyrgð og þeir ættu að renna í rekstur leikskóla, samgöngur, velferðarmál, innviði og aðra grunnþjónustu. Það sé því lágmarkskrafa að bæjarbúar fái að sjá hvert þeirra peningar séu í raun og veru að fara. Það geti þeir ekki í dag.

Flokkurinn bendir á að útvarshlutfall sé nánast skúfað í botn. Það sé í dag 14,93% á meðan hámark samkvæmt lögum sé 14,97%. Þetta sé því eitt hæsta hlutfall á landinu. Miðflokkurinn segir að mikil útgjöld séu vegna hælisleitenda, félagasamtaka, valdeflingarverkefna og ráðgjafar. Þessi kostnaður sé þó vel falinn í ársreikningi.

Því kallar flokkurinn eftir meira gegnsæi.

„Gagnsæi í úthlutun fjármuna – í öllum styrkjum, framlögum og ráðgjafarkostnaði skal liggja skýrt fyrir hvernig fjármagni úr bæjarsjóði, sem byggir á útsvarsgreiðslum íbúa, er ráðstafað.

Sundurliðun á tilteknum útgjaldaliðum – sérstaklega þegar kemur að kostnaði vegna hælisleitenda, fjölmenningarverkefna og loftslagsaðgerða. Íbúar eiga rétt á að vita hversu stór hluti af þeirra útsvarsgreiðslum fer í þessi mál.

Endurskoðun á forgangsröðun fjármuna – það þarf að tryggja að hagsmunir útsvarsgreiðenda séu alltaf í forgrunni þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutun skattfjár.

Skýr framtíðaráætlun um lækkun á álögum – þegar rekstur bæjarins hefur verið tekinn föstum tökum skal stefnt að lækkun á útsvari og fasteignasköttum. Það er ekki sjálfgefið að álögur haldist við hámark árum saman.

Á næstu vikum og mánuðum mun Miðflokkurinn í Hafnarfirði senda formlegar upplýsingabeiðnir til bæjaryfirvalda, með það að markmiði að fá fram nánari sundurliðun á ársreikningi Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2024, og skýra yfirsýn yfir það hvernig útsvarsgreiðslur íbúa Hafnarfjarðar eru nýttar í hverjum útgjaldalið fyrir sig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi