Héraðssaksóknari hefur ákært mann, sem fæddur er árið 1960, fyrir brot gegn valdstjórninni.
Manninum er gefið að sök að hafa, föstudaginn 4. október árið 2024, sparkað í andlit lögreglumanns sem var við skyldustörf. Avikið átti sér stað á bílastæði við Duusgötu í Reykjanesbæ.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 22. apríl næstkomandi.