Dimmey er gestur vikunanr í Fókus, viðtalsþætti DV. Í spilaranum hér að neðan ræðir Dimmey um baráttu sína við mígreni og kerfið, en brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
„Þegar ég var 16-17 ára byrjaði ég að fá mígrenisköst, aðallega á morgnanna, og svaf til 15-16 á daginn og gat ekki farið úr herberginu mínu. Á kvöldin var ég þá vakandi og vakti of lengi og fékk þá aftur mígreni daginn eftir. Þetta var svona í nokkra mánuði þar til ég fattaði að það væri eitthvað í gangi þarna.“
Það tók tíma að fá greiningu og að fá einhvern til að hlusta og taka henni alvarlega. Dimmey lýsir mjög alvarlegu mígreniskasti sem hún fékk 2022 þar sem hún var flutt á bráðamóttöku og lýstu einkennin sér eins og hún væri að fá heilablóðfall.
„Ég var í vinnunni og það var ekkert álag eða neitt svoleiðis í gangi, þetta var í lok vaktar. Ég allt í einu skildi ekki manninn sem var að tala við mig, hann var að tala við mig á ensku. Ég sagði við hann: „Ertu til í að tala ensku?“ Því ég hélt að hann væri að tala eitthvað annað tungumál og ég skildi ekki neitt sem hann sagði. Ég sneri mér við og samstarfskona mín var þar tað tala við mig á íslensku en ég skildi ekki hvað hún var að segja og ég bað hana um að tala rétt,“ segir hún.
Dimmey segir að þetta hafi verið mjög skrýtið. „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig, en ég var umkringd starfsfólki sem ég þekki ótrúlega vel.“
Hún þekkti heldur ekki yfirmann sinn sem leist ekki á blikuna og hringdi í sjúkrabíl.
„Ég fór upp á slysó og þau vissu ekkert hvað væri að mér. Ég var með svima og vissi ekkert hvar ég var, ég var hrædd. Svo nokkrum mánuðum seinna komst ég í heilaskanna (MRI),“ segir hún.
Það liðu um fjórir til fimm mánuðir frá atvikinu og þar til hún komst í skanna. „Þá var sagt við mig að það væri bólga einhvers staðar í heilanum en að þetta væri örugglega bara út af mígreni.“
Hún segir að það hafi verið óþægilegt að fá ekki staðfest hvað vandamálið væri, fá bara að heyra að þetta væri „örugglega bara mígreni“ en ekki vita það fyrir vissu. Hún er enn þann dag í dag hrædd um að sagan endurtaki sig.
Dimmey ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, viðtalsþætti DV, sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify. Dimmey ræddi einnig um fordómana sem hún og kærastan hennar verða fyrir á Íslandi og Ungfrú Ísland ævintýrið.