Breski leikarinn Ralph leikur gríska konunginn, Ódysseif, í kvikmyndinni The Return og kom sér í hörkuform fyrir hlutverkið.
Ralph, 62 ára, birti mynd af sér á X, áður Twitter, á dögunum sem sló í gegn hjá aðdáendum.
Leikarinn sagði í viðtali við The Guardian í mars að hann hafi náð þessu formi með því að fylgja ströngu mataræði og með aðstoð einkaþjálfara. „Mikið af próteini, flókin kolvetni og grænmeti,“ sagði hann.