fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
433Sport

HM 2018: Veltur gengi Íslands á stjörnunum?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HM í knattspyrnu er í algleymi og Ísland nánast nötrar af spennu. Framundan er ótrúlega mikilvægur leikur Íslands gegn Nígeríu og síðan enn mikilvægari leikur gegn Króatíu. Jafnvel þó að Íslandi gangi allt í mót gegn Afríkuþjóðinni mun sigur gegn ógnarsterkum Króötum líklega koma íslenska liðinu í 16 liða úrslitin. En DV velti fyrir sér hvort stjörnumerki landsliðsmanna spili inn í árangur liðsins. Er kostur að hafa kappsfullan og baráttuglaðan hrút í marki? Er æskilegt að hafa tvíbura í liðinu, þeir vita sjaldnast hvort þeir eru að koma eða fara. Hentar ljóninu, konungi frumskógarins, yfirleitt vel að vera í hópíþrótt? Þetta eru ágengar spurningar sem erfitt er að ráða í.

Þegar 23ja manna leikhópur Íslands er skoðaður í heild má sjá að stjörnumerkin Naut og Tvíburar eru með flesta leikmenn, fjóra og fjóra. Steingeit, Hrútur, Krabbi, Vog og Meyja eiga sér bara einn fulltrúa hvert merki og sérstaka athygli vekur að enginn Bogmaður er í liðinu, merkið sem sér um veiðarnar, í þessu tilviki að sækja (veiða) mörk.

Þegar líklegt 11 manna byrjunarlið Íslands er skoðað má sjá að það er vel skipað og með gott jafnvægi. Nautið Hannes er í marki, en helsta einkenni nautsins er einbeiting og hæfileikinn til að útiloka það sem skiptir ekki máli. Nautið er þrjóskt og fast fyrir og ætti Hannes því ekki að eiga í neinum vandræðum með að sinna sínu hlutverki, fylgjast með boltanum og hindra að andstæðingurinn nái að koma honum í markið. Gulldrengurinn Messi er enn í sárum eftir viðureign sína við íslenska bolann.

Varnarmennirnir fjórir bæta hver annan upp, en tilheyra eigi að síður fjórum ólíkum merkjum. Sporðdrekinn Birkir Már er fastur fyrir og kvikur. Hann er einbeittur og alvörugefinn. Tvíburinn Ragnar er fjölhæfur og finnst frábært að vera á mikilli hreyfingu. Tvíburinn veit stundum ekki hvort hann er að koma eða fara, sem telst líklega ókostur í hópboltaíþrótt, en þegar hann er búinn að ákveða hvorn kostinn hann ætlar að velja, klárar hann verkið án tafa, helst í gær! Í vafa má líka alltaf gefa boltann á næsta leikmann. Vogin er, eins og nafnið gefur til kynna, dálítið í því að vega og meta alla hluti áður en ákvörðun er tekin. Það hljómar sem tímafrek iðja en sem betur fer tekur Vogin Kári Árnason skjótar og undantekningalaust réttar ákvarðanir! Vatnsberinn Hörður er fastur fyrir og félagslyndur, en vill þó vera óbundinn hópnum. Hörður hefur stundum átt það til að fara út úr stöðu sinni en með reynsluboltana Ragnar og Kára sér við hlið og gargandi nautið í markinu þá er sá veikleiki að engu orðinn.

Sama gildir um miðjumennina: fjórir leikmenn, fjögur ólík merki. Í stað sSporðdrekans Jóhanns Bergs mun fiskurinn Rúrik Gíslason líklega taka stöðu hans. Eins og æstir Instagram fylgjendur hafa komist að þá er Rúrik fegursti fiskurinn í sjónum en þeir eiga eftir að komast að því á næstunni að hann er frábær fótboltamaður að auki. Það er skrifað í stjörnurnar. Tvíburanum Birki Bjarnasyni hentar vel að hafa nóg að gera og vinna hratt. Hann er orkumikill og bjartsýnn og hefur tröllatrú á sjálfum sér og liðinu. Nautin eru þekkt fyrir stöðugleika, ákveðni og áreiðanleika, þess vegna henta þau vel í hópi. Nautið Aron Einar smellpassar í hlutverk fyrirliðans og miðjumannsins með eiginleikum sínum. Þá er oft talað um hryggjarsúlur liða og það verður ekki traustara en að hafa tvö naut, Aron Einar og Hannes þar. Meyjur eru þekktar fyrir fullkomnunaráráttu sína og Gylfi Þór er þar engin undantekning, óaðfinnanlegur innan sem utan vallar. Hann hefur lagt mikið á sig til þess að ná fram því besta úr hæfileikum sínum.

Sóknarmennirnir tveir sem gætu byrjað gegn Nígeríu, Alfreð og Jón Daði eru eins og dagur og nótt, vatnsberinn Alfreð sem er fastur fyrir og tvíburinn Jón Daði, sem fer vel að vera með mörg verkefni í gangi í einu. Það er kannski ekki að undra þó að Jón Daði sé bæði frábær í vörn og sókn. Bæði merkin eru þó lítið gefin fyrir endurtekningu, Tvíburinn bjartsýnn og orkumikill og Vatnsberinn uppfinningasamur og gjarn á að finna nýjar leiðir. Saman gætu þeir, með stuðningi hinna, uppskorið sögulegan árangur Íslands á HM.

Steingeit
Frederik Schram, 19.01.95

Vatnsberi
Rúnar Alex Rúnarsson, 18.02.95
Hörður Björgvin Magnússon, 11.02.93
Alfreð Finnbogason, 01.02.89

Fiskur
Samúel Kári Friðjónsson, 22.02.96
Rúrik Gíslason, 25.02.88
Björn Bergmann Sigurðarson, 26.02.91

Hrútur
Ólafur Ingi Skúlason, 01.04.83

Naut
Hannes Þór Halldórsson, 27.04.84
Ari Freyr Skúlason, 14.05.87
Aron Einar Gunnarsson, 22.04.89
Arnór Ingvi Traustason, 30.04.93

Tvíburi
Ragnar Sigurðsson, 19.06.86
Birkir Bjarnason, 27.05.88
Jón Daði Böðvarsson, 25.05.92
Albert Guðmundsson, 15.06.97

Krabbi
Emil Hallfreðsson, 29.06.84

Ljón
Sverrir Ingi Ingason, 05.08.93
Hólmar Örn Eyjólfsson, 06.08.90

Meyja
Gylfi Þór Sigurðsson, 08.09.89

Vog
Kári Árnason, 13.10.82

Sporðdreki
Birkir Már Sævarsson, 11.11.84
Jóhann Berg Guðmundsson, 27.10.90

Bogmaður
Enginn

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk 160 milljónir í hvert sinn sem hann snerti boltann

Fékk 160 milljónir í hvert sinn sem hann snerti boltann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögregla óð inn á æfingu og handtók stjörnu – Liðsfélagar gapandi hissa

Lögregla óð inn á æfingu og handtók stjörnu – Liðsfélagar gapandi hissa
433Sport
Í gær

Fer hann til Newcastle strax í janúar?

Fer hann til Newcastle strax í janúar?
433Sport
Í gær

Manchester United enn og aftur grátt leikið af skyndibitakeðjunni

Manchester United enn og aftur grátt leikið af skyndibitakeðjunni
433Sport
Í gær

Segir Arnar líka hafa fundað með KSÍ í upphafi vikunnar – Þetta sé það eina sem geti komið í veg fyrir ráðningu hans

Segir Arnar líka hafa fundað með KSÍ í upphafi vikunnar – Þetta sé það eina sem geti komið í veg fyrir ráðningu hans
433Sport
Í gær

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford