fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
433

Grétar og Kristbjörn keyrðu á Lödu til Rússlands

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan að þorri íslenskra fótboltaáhugamanna leitaði að hagstæðum flugmiðum til Rússlands að fylgjast með HM þá fengu félagarnir Grétar Jónsson og Kristbjörn Hilmir Kjartansson aðra hugmynd. Þeir ákváðu að keyra til Rússlands. Félagarnir völdu sér ekki heldur neitt eðlilegt farartæki í ferðalagið, niðurstaðan varð forlát  Lada Sport, árgerð 2010, sem máluð var í íslensku fánalitunum.

Í frétt Austurfréttar á dögunum kom fram að Kristbjörn hefði eignast Löduna í leik á vegum Gamanferða rétt fyrir jól og hugmyndin um hið tryllta ferðalag hafi kviknað strax. „Það var hlegið að mér í vinnunni en eftir því sem við ræddum hugmyndina meira varð hún betri og betri,“ er haft eftir Kristbirni í fréttinni.

Þeir brunuðu frá Reykjavík til Egilsstaða á tryllitækinu og tóku síðan Norrænu yfir til Danmerku. Síðan tóku þeir viku í að keyra í gegnum Danmörku, Þýskaland, Pólland, Eystrasaltsríkin og síðan til Rússlands. Alls um 2.700 kílómetra leið. Ferðalagið virðist hafa gengið vel og allt stefnir í að þeir muni ná settu marki, að komast til Moskvu fyrir fyrsta leik Íslands á HM.

Fylgja liðinu alla leið og keyra svo heim

Ferðalaginu mun þó ekki ljúka í Moskvuborg. Eftir leikinn gegn Argentínu ætla félagarnir að keyra um 1.500 km leið til Volgograd og Rostov-on-Don til þess að fylgjast með næstu leikjum Íslands. Að sjálfsögðu ætla vinirnir að fylgja íslenska liðinu eins langt og það kemst í keppninni en þegar ferðalagi íslenska liðsins lýkur þá er það rétt hálfnað hjá Grétari og Kristbirni. Þeir eiga nefnilega eftir að keyra aftur heim til Íslands.

En það er seinni tíma vandamál. Samkvæmt instagram-síðu ferðalagsins (HmLadan) ráðgera félagarnir að keyra inn í Moskvuborg á morgun. Þeir hafa þegar boðað til fagnaðar á veitingahúsinu Social Club kl.14.00 þann sama dag þar sem þeir bjóða þeim sem hafa fylgst með ferðalaginu að hitta á sig. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og verður greinilega margt um manninn þegar HM-Ladan frá Íslandi mætir á svæðið.

Ferðalagi Grétars og Kristbjörns hefur vakið talsverða athygli utan landsteinanna. Þannig fjallaði þýski miðillinn Ruptly um ferðalagið auk þess sem pólska sjónvarpsstöðin tvn24 henti í innslag um strákana. Að auki hefur alþjóða knattspyrnusambandið FIFA gert ferðlaginu skil.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að Hareide sé hættur

Staðfesta að Hareide sé hættur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni sem lék sér að því að keyra á fólk um helgina

Lögreglan leitar að manni sem lék sér að því að keyra á fólk um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Í gær

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu
433Sport
Í gær

Van Nistelrooy líklega að landa nýju starfi

Van Nistelrooy líklega að landa nýju starfi