Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
Thierry Henry er efstur á óskalista Aston Villa yfir þá sem gætu tekið við liðinu af Steve Bruce. (Daily Star)
Chelsea er að undirbúa 45 milljóna punda tilboð í varnarmanninn Daniele Rugani sem spilar með Juventus. (Goal)
Chelsea hefur hafnað þriðja tilboði Barcelona í vængmanninn Willian en Barcelona bauð 55 milljónir punda. (Sky)
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er tilbúinn að selja Anthony Martial en ekki til annars liðs í ensku úrvalsdeildinni. (Guardian)
Tottenham vonast til að fá 30 milljónir punda með að selja þá Vincent Janssen og Fernando Llorente. (Evening Standard)
Newcastle er í viðræðum við Deporto La Coruna um kaup á varnarmanninum Fabian Schar. (Mail)
Fulham hefur lagt fram 26 milljóna punda tilboð í framherja Real Sociedad, Willian Jose. (Sun)
Leicester og West Ham vilja bæði fá miðjumanninn Stefano Sturaro sem spilar með Juventus. (La Gazzetta)