Newcastle 2 – 1 Wolves
1-0 Alexander Isak(’26)
1-1 Hee-Chan Hwang(’70)
2-1 Miguel Almiron(’79)
Newcastle er komið upp fyrir Liverpool í ensku úrvqalsdeildinni eftir leik við Wolves í kvöld.
Newcastle komst yfir snemma leiks en Hee-Chan Hwang sá um að jafna metin fyrir gestina er 20 mínútur voru eftir.
Hinn skemmtilegi Miguel Almiron var svo hetja heimamanna og gerði sigurmarkið níu mínútum síðar.
Newcastle er fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti og er með 44 stig, tveimur stigum á undan Liverpool sem er í því sjötta.