Arne Slot stjóri Liverpool fagnar því að PGMOL samtök dómara á Englandi hafi játað því að hafa gert mistök í leik Liverpool og Everton í gær.
James Tarkowski fékk þá gult spjald fyrir ljóta tæklingu á Alexis Mac Allister en dómarar segja nú að reka hefði átt varnarmann Everton af velli.
Liverpool vann 1-0 sigur í leiknum. „Það er alltaf jákvætt að menn viðurkenni mistök sín,“ segir Slot í dag.
„Við vitum allir að mistök eiga sér stað í fótbolta, hjá mér, dómurum og leikmönnum. En þetta sáu allir.“
„Mikilvægast er að mistök dómara hafi ekki áhrif á niðurstöðu tímabilsins. Það er eðlilegt að gera mistök, þau eru hluti af lífinu okkar.“