Besti markvörður sögunnar er enn að spila í dag ef þú spyrð Santiago Canizares, fyrrum markvörð Valencia.
Canizares er á því máli að Thibaut Courtois sé sá besti í sögunni en hann spilar með Real Madrid og var frábær gegn Stuttgart í Meistaradeildinni í vikunni.
Courtois hefur lengi verið talinn einn besti markvörður í heimi en fáir hafa þó nefnt hann sem þann besta í sögunni.
,,Courtois er besti markvörður í heimi. Það var tími þar sem við töluðum um bestu útileikmenn heims, Lionel Messi og Diego Maradona,“ sagði Canizares.
,,Courtois er Maradona, Messi, Cristiano markvarðanna. Hann er miklu betri en allir aðrir.“
,,Að mínu mati er hann besti markvörður sögunnar. Það er engin spurning.“