Martin Odegaard fyrirliði Arsenal gat ekki klætt sig í skó og þurfti að notast við hækjur þegar hann hélt heim til Englands með einkaþotu í dag.
Odegaard meiddist að því er er virðist nokkuð illa í landsleik með Noregi í gær þegar liðið vann Austurríki.
🛩️🇳🇴 Ødegaard, on crutches returning to England to be assessed by Arsenal staff.
Pic via @vgsporten 📸 pic.twitter.com/EAlbq2pRRg
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024
„Þetta leit mjög illa út í klefanum líka,“ sagði Stale Solbakken þjálfari Noregs.
Noregur vann sigur á Austurríki í Þjóðadeildinni í gær þar sem Erling Haaland skoraði meðal annars.
Ljóst er að þetta er blóðtaka fyrir Arsenal sem mætir með vænbrotið miðsvæði gegn Tottenham.
Declan Rice verður í banni og Odegaard án nokkurs vafa meiddur, þá er Mikel Merino meiddur og hefur ekki enn spilað leik.
Í draumaheimi Mikel Arteta myndu þessir þrír byrja leikinn.
Martin Odegaard injury vs Austria#AFC
— Tweeta (@arsenaltweeta) September 9, 2024