Cristiano Ronaldo framherji Al-Nassr segist enn elska Manchester United og síðasti viðskilnaður hans við félagið virðist ekki sitja í honum.
Ronaldo fór frá United fyrir einu og hálfu ár eftir að hafa lent í stríði við Erik ten Hag stjóra liðsins.
Ronaldo hafði þá verið í eitt og hálft ár hjá félaginu eftir endurkomu sína en hann og sá hollenski náðu ekki saman.
„Ég ítreka það að ég elska ennþá Manchester United,“ segir Ronaldo í nýlegu viðtali.
„Ég óska þess að Manchester United gangi sem allra best,“ segir Ronaldo einnig.
Ronaldo varð að stórstjörnu hjá Manchester United áður en hann fór til Real Madrid árið 2009 en hann snéri svo aftur sumarið 2021 en sú endurkoma fór ekki eins og hann og félagið hafði óskað sér.
❤️✨ Cristiano Ronaldo: “I repeat that I still love Manchester United”.
“I wish Manchester United all the best”. pic.twitter.com/fZr0x33JTz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024