Það er vandræðagangur á Arsenal og hann heldur áfram, eftir góða byrjun tímabilsins hefur liðið misst flugið í deildinni.
Arsenal heimsótti Newcastle í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Alexander Isak skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik eftir góða sendingu frá Anthony Gordon.
Arsenal var í vandræðum með að skapa sér færi og hitti liðið ekki á markið í síðari hálfleik, liðið átti eina tilraun í fyrri hálfleik sem fór á rammann.
Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar en gæti endað átta stigum á eftir Manchester City síðar í dag. Þetta er fyrsti sigur Newcastle frá því í byrjun september.