Allir helstu stjórnendur Arsenal eru farnir til Bandaríkjana þar sem þeir munu funda með Kroenke fjölskyldunni þar sem fundað verður um málefni félagsins.
Fundurinn er ekki óeðlilegur og hefur stjórn félagsins oft fundað með fjölskyldunni sem á stærstan hlut í félaginu.
Fundurinn hefur lengi verið á dagsrká en hefur mikilvægi hans aukist eftir að Edu sagði upp sem yfirmaður knattspyrnumála.
Á þessum fundum næstu daga mun félagið leggja línurnar fyrir næstu mánuði, hvað skal gera í leikmannamálum í janúar og næsta sumar.
Arsenal hefur hikstað undanfarið og ekki ólíklegt að félagið skoði að styrkja sig strax í janúar.