Það virðist vera smá hnútur í viðræðum við Manchester United vegna Ruben Amorim og það gætu liðið 30 dagar þangað til hann tekur við.
United er búið að semja við Amorim um kaup og kjör og búið að láta Sporting Lisbon vita að klásúlan verði borguð fyrir hann.
Viðræðurnar núna snúast um aðstoðarmenn Amorim sem Sporting vill fá greiðslur fyrir.
Amorim vill taka þrjá aðstoðarmenn með sér frá Sporting en í samningi hans við félagið segir að félagið geti haldið í hann í 30 daga eftir að klásúlan er virkjuð.
United þarf að greiða 10 milljónir evra fyrir Amorim en til að hann fái að fara strax vill Sporting fá greiðslur fyrir aðstoðarmenn hans.
Þrír starfsmenn United eru sagðir staddir í Portúgal að ræða við forráðamenn Sporting um lausn á þessu máli