fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Sport

Fyrrum vonarstjarna Arsenal á förum – „Við ákváðum að það væri fyrir bestu“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emile Smith Rowe færist nær því að yfirgefa Arsenal. Hann er á leið til Fulham samkvæmt helstu miðlum ytra.

Þessi 23 ára gamli leikmaður var ein af vonarstjörnum Arsenal fyrir ekki svo löngu síðan en hefur ekki verið inni í myndinni hjá Mikel Arteta undanfarin tímabil. Á síðustu leiktíð spilaði hann aðeins 346 mínútur í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal hafnaði 30 milljóna punda tilboði Fulham á dögunum en síðarnefnda félagið hefur nú lagt fram 35 milljóna punda tilboð, auk greiðslna síðar meir. Með þessu yrði Smith Rowe dýrasti leikmaður í sögu Fulham.

Smith Rowe er sem stendur með Arsenal í æfingaferð í Bandaríkjunum, en hann kom ekki við sögu í jafntefli liðsins gegn Bournemouth í nótt.

„Það eru hlutir að gerast á bak við tjöldin eins og er. Við ákváðum að það væri fyrir bestu að hann myndi ekki spila í dag,“ sagði Arteta um málið eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einlægur Arnar sáttur þrátt fyrir erfiðar vikur – „Örugglega meiri líkur á að ég verði fyrir loftsteini hér og nú“

Einlægur Arnar sáttur þrátt fyrir erfiðar vikur – „Örugglega meiri líkur á að ég verði fyrir loftsteini hér og nú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aron allur að koma til – „Undir Arnari komið“

Aron allur að koma til – „Undir Arnari komið“
433Sport
Í gær

Hafnaði þrefalt stærri samningi til að flytja til Kanaríeyja

Hafnaði þrefalt stærri samningi til að flytja til Kanaríeyja
433Sport
Í gær

Listi yfir þá launahæstu á Englandi opinberaður – Manchester áberandi og athyglisverð nöfn koma við sögu

Listi yfir þá launahæstu á Englandi opinberaður – Manchester áberandi og athyglisverð nöfn koma við sögu