Pep Guardiola, stjóri Manchester City, veit ekki hvort Erling Haaland verði frá í daga eða vikur. Hann segir ástandið ekki vera slæmt.
Haaland missti af síðasta deildarleik City vegna meiðsla, álagsmeiðsli í beini eru ástæðan. Hann verður heldur ekki með um helgina.
Haaland mun fara með City til Sádí Arabíu en ekki er vitað hvort hann geti spilað.
„Ég er ekki hræddur, það er enginn sprunga í beininu. Bara álag,“ segir Guardiola.
„Vonandi kemst Erling með liðinu til Sádí, við sjáum eftir leikinn gegn Palace hvort hann geti spilað á HM félagsliða.“
🚨🔵 Guardiola on Haaland: “I’m not worried. Not fractured, just stress”.
“Hopefully Erling can travel to Saudi. Tomorrow, after the game we see if he plays the first game or second at the World Cup”. pic.twitter.com/M2KTgddcaz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2023