Jurgen Klopp stjóri Liverpool er á leið á markaðinn í janúa rog ætlar að reyna að finna sér varnarmann. Ástæðan eru meiðsli Joel Matip.
Líklegt er talið að Matip hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool, hann sleit krossband gegn Fulham um síðustu helgi.
Samningur Matip við Liverpool er á enda næsta sumar og líklegt er talið að hann fái ekki boð um nýjan samning.
Matip hefur verið mikið meiddur síðustu ár og segja ensk blöð að Klopp vilji fylla skarð hans í janúar.
Tveir kostir eru nefndir til sögunnar en það eru Maxence Lacroix varnarmaður Wolfsburg í Þýskalandi og Marc Guehi varnarmaður Crystal Palace.
Líklegast fara forráðamenn Liverpool strax í þá vinnu að reyna að sjá hvort hægt sé að ná samkomulagi við félögin þeirra um kaupverð.